Fréttir

Lyfjastofnun fær jafnréttisviðurkenningu Seltjarnarnesbæjar

20.3.2009

Jafnréttisnefnd Seltjarnarness veitti jafnréttisviðurkenningu bæjarins fyrir kjörtímabilið 2006-2010 við athöfn sem fram fór í Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi sl. fimmtudag. Viðurkenningin kom í hlut Lyfjastofnunar og leikskólanna Mánaborgar og Sólborgar.

Jafnréttisviðurkenningin er veitt einu sinni á hverju kjörtímabili til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og sýnt jafnréttismálum sérstakan alhug í verki.

Jafnréttisstefna Lyfjastofnunar er í gæðahandbók stofnunarinnar og birt á vef Lyfjastofnunar.

Hopur_klippt

Afhending jafnréttisviðurkenningar Seltjarnaness

Hjalti_mini

Hjalti Kristinsson jafnréttisfulltrúi LyfjastofnunarTil baka Senda grein