Fréttir

Ný lyf á markað 1. apríl 2009

6.4.2009

Ný lyf

Alendronat Ranbaxy töflur 70 mg. Virka efnið er alendrónsýra. Alendrónsýra er notuð til að meðhöndla beinþynningu hjá konum eftir tíðahvörf. Hún dregur úr hættu á hryggjarliða- og mjaðmargrindarbrotum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Alphagan augndropar innihalda brimónidíntartrat 2 mg/ml. Lyfið er notað til að lækka augnþrýsting. Það er lyfseðilsskylt.

Amiloride töflur 5 mg. Amilóríð tilheyrir hópi lyfja sem kallast kalíumsparandi þvagræsilyf. Það er m.a. notað við hjartabilun og háum blóðþrýstingi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Alphagan og Amiloride hafa til þessa verið flutt inn á undanþágum.

Bridion stungulyf, lausn inniheldur súgammadex 100 mg/ml. Bridion er notað til að stöðva verkun vöðvaslakandi lyfja (rókúróníum eða vekúróníum), til dæmis í lok skurðaðgerðar, til þess að öndun verði fyrr eðlileg. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í svæfingum og eingöngu má nota það á eða í tengslum við sjúkrastofnun.

Epirubicin Actavis stungulyf, lausn 2 mg/ml, Fludarabin Actavis stungulyfs-/innrennslisstofn, lausn 25 mg/ml, Irinotecan Actavis innrennslisþykkni, lausn 20 mg/ml og Vinorelbin Actavis innrennslisþykkni, lausn 10 mg/ml. Þessum lyfjum er eingöngu ávísað af sérfræðingum í krabbameinslækningum eða blóðsjúkdómum og er notkun þeirra bundin við sjúkrastofnanir.

Ranomax forðahylki innihalda tamsulósín 0,4 mg. Lyfið er s.k. alfa-blokki og slakar á vöðvum m.a. í blöðruhálskirtli og þvagrás og er notað við einkennum góðkynja stækkunar blöðruhálskirtils.

Ný lyfjaform

Nexium mixtúrukyrni, dreifa 10 mg.

Nýir styrkleikar

Cipralex dropar til inntöku, lausn 20 mg/ml.

NovoSeven stungulyfsstofn og leysir, lausn 1 mg, 2 mg og 5 mg.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2009 er hér.Til baka Senda grein