Fréttir

Varað við kaupum á flensulyfinu Tamiflu® á netinu

Fréttir af hugsanlegum heimsfaraldri svínainflúensu auka framboð á fölsuðu Tamiflu® á Netinu.

29.4.2009

Ýmsar heimasíður bjóða nú Tamiflu® til sölu. Einnig hefur fjölpósti með auglýsingum um Tamiflu® verið dreift víða þar sem bent er á að hægt sé að fá lyfið án lyfseðils í netapótekum.

Lyfjastofnun varar fólk við kaupum á lyfjum á netinu. Slík verslun með lyf er óheimil samkvæmt íslenskum lögum og hafa rannsóknir sýnt að 70% lyfseðilsskyldra lyfja sem seld eru á netinu eru fölsuð og 90% netapóteka selja lyfseðilsskyld lyf án lyfseðils.Til baka Senda grein