Fréttir

Ný lyf á markað 1. maí 2009

4.5.2009

Ný lyf

Alpha Ject 3000 stungulyf, fleyti. Bóluefni notað til að draga úr afföllum vegna sjúkdóms af völdum kýlaveiki og víbríuveiki hjá atlantshafslöxum.

Cefuroxim Villerton stungulyfsstofn, lausn 750 mg og 1500 mg. Cefuroxim er sýklalyf í flokki cefalósporína. Það er notað til meðhöndlunar á alvarlegum sýkingum og einnig notað fyrirbyggjandi við skurðaðgerðir. Lyfið má eingöngu nota á eða í tengslum við sjúkrastofnun. Það verður tímabundið markaðssett undir heitinu Cefuroxim FarmaPlus.

Donepezil Actavis filmuhúðaðar töflur, 5 mg og 10 mg. Donepezil tilheyrir flokki lyfja sem kallast asetýlkólínesterasahemlar. Það er notað til meðferðar á vægum til meðalsvæsnum einkennum Alzheimerssjúkdóms. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Dorbene Vet stungulyf, lausn 1 mg/ml. Lyfið inniheldur medetomidínhýdróklóríð og er notað til að róa eða svæfa hunda og ketti.

Xamiol hlaup í hársvörð. Xamiol inniheldur kalsípótríól og betametasón. Kalsípótríól hjálpar til við að færa vöxt og þroska húðfrumnanna aftur í eðlilegt horf og betametasón dregur úr bólgu. Lyfið er notað til staðbundinnar meðferðar á sóra í hársverði. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Xarelto filmuhúðaðar töflur 10 mg. Virka efnið rivaroxaban tilheyrir flokki lyfja sem nefnast segavarnarlyf. Það hindrar virkni blóðstorkuþáttar (þáttur Xa) og dregur þannig úr tilhneigingu til blóðtappamyndunar. Xarelto er notað til að koma í veg fyrir blóðtappa í bláæðum eftir aðgerð þar sem skipt var um mjaðmar- eða hnélið. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nýir styrkleikar

Losec sýruþolnar töflur 20 mg. Tímabundið markaðssett undir heitinu Losec Mups.

Mircera stungulyf, lausn 30 míkróg/0,3 ml, 120 míkróg/0,3 ml og 360 míkróg/0,6 ml.

Ný samhliða innflutt lyf

Aricept (DAC) filmuhúðaðar töflur, 5 mg og 10 mg.

Arthrotec (DAC) töflur, 0,2 + 50 mg.

Carduran CR (DAC) forðatöflur, 4 mg.

Celebra (DAC) hylki, hörð, 200 mg.

Efexor Depot (DAC) forðahylki, hörð, 75 mg.

Fontex (DAC) dreifitöflur, 20 mg.

Keppra (DAC) filmuhúðaðar töflur, 500 mg.

Lamisil (DAC) krem, 1%.

Microgynon (DAC) töflur, 0,15 mg/30 míkróg.

Neurontin (DAC) hylki, hörð, 300 mg og filmuhúðaðar töflur, 600 mg.

Nicorette (DAC) lyfjatyggigúmmí, 2 mg og innöndunargufa, vökvi, 10 mg.

Nicorette Freshmint (DAC) lyfjatyggigúmmí, 2 mg og 4 mg.

Nicorette Fruitmint (DAC) lyfjatyggigúmmí, 2 mg og 4 mg.

Nicorette Peppermynte (DAC) lyfjatyggigúmmí, 2 mg.

Nicotinell Fruktsmak (DAC) lyfjatyggigúmmí, 2 mg.

Nicotinell Mint (DAC) munnsogstöflur, 1 mg og 2 mg.

Reminyl (DAC) forðahylki, hörð, 8 mg.

Spiriva (Lyfjaver) innöndunarduft, hörð hylki, 18 míkróg/hylki.

Temodal (Lyfjaver) hylki, hörð, 20 mg, 100 mg og 250 mg.

Tractocile (Lyfjaver) stungulyf, lausn 7,5 mg/ml og innrennslisþykkni, lausn, 7,5 mg/ml.

Trileptal (DAC) filmuhúðaðar töflur, 300 mg.

Voltaren Emulgel (DAC) hlaup, 11,6 mg/g.

Listi yfir lyf markaðssett 2009 er hér.Til baka Senda grein