Fréttir

Ný lyf á markað 1. júlí 2009

3.7.2009

Ný lyf

Alfuzosin Ranbaxy forðatöflur 10 mg. Alfúzósín tilheyrir hópi lyfja sem nefnast alfa-1 blokkar. Lyfið er notað við góðkynja stækkun blöðruhálskirtils. Það slakar á blöðruhálskirtilsvöðvanum og dregur þannig úr þrengingu í þvagrás og auðveldar þvaglát. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Alprazolam Mylan töflur 0,5 mg og 1 mg. Alprazolam er í flokki bensódíasepína og hefur hemjandi áhrif á miðtaugakerfið. Lyfið hefur kvíðastillandi áhrif og er notað við óróleika, eirðarleysi og spennu. Lyfið er einnig notað við felmtursröskun og kvíðaástandi er tengist þunglyndi. Það er lyfseðilsskylt.

AviPro THYMOVAC vet frostþurrkað lyf til notkunar í drykkjarvatn. Lyfið inniheldur blávængjaveikiveiru (chicken anaemia virus) og er notað til að bólusetja kjúklinga. Bóluefninu er ætlað að örva virka ónæmingu í stofnfuglum og bera ónæmi til afkvæma. Lyfið er lyfseðilsskylt.

RoActemra innrennslisþykkni, lausn 20 mg/ml. Það inniheldur virka efnið tocilizúmab, einstofna mótefni sem hamlar starfsemi sérstaks próteins (interleukin-6). Þetta prótein tekur þátt í bólguferlum líkamans og hömlun á því getur dregið úr bólgu. RoActemra er notað til meðferðar hjá fullorðnum með miðlungi mikla eða svæsna iktsýki, þegar önnur meðferðarúrræði hafa ekki dugað. Einungis sérfræðingar í gigtarlækningum mega ávísa lyfinu og er notkun þess bundin við sjúkrastofnanir.

Listi yfir lyf markaðssett 2009 er hér.Til baka Senda grein