Fréttir

Upplýsingar til dýralækna

Notkun fluorokinolona handa dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis

7.7.2009

Fyrr á þessu ári voru gefin út fyrstu íslensku markaðsleyfin fyrir dýralyf sem innihalda fluorokinolona og eru ætluð dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis. Dýralyfjanefnd Lyfjastofnunar Evrópu (CVMP) hefur fjallað sérstaklega um þennan lyfjaflokk og ákveðið varnaðarorð sem skuli vera í samantekt á eiginleikum lyfjanna (SPC). Í SPC sérhvers lyfs eru m.a. upplýsingar um viðurkennda notkun lyfja og, eftir því sem við á, reglur sem fylgja skal við ávísun og notkun þeirra.

Framangreind varnaðarorð, sem lúta að skynsamlegri notkun lyfjanna, eru í kafla 4.5 í samantekt á eiginleikum þeirra (SPC). Uppfærð SPC eru í Lyfjaupplýsingum/Sérlyfjaskrá auk þess sem ítarlegri upplýsingar eru á vef Lyfjastofnunar Evrópu.

Eftirtalin dýralyf, sem innihalda fluorokinolona og eru ætluð dýrum sem gefa af sér afurðir til manneldis, eru með íslenskt markaðsleyfi:

Baytril vet. 50 mg/ml og 100 mg/ml stungulyf, lausn

Baytril vet. 25 mg/ml mixtúra, lausnTil baka Senda grein