Fréttir

Hagsmunatengsl og hagsmunaárekstrar við gerð klínískra leiðbeininga

8.7.2009

Landlæknisembættið og Landspítali vinna að gerð vinnureglna um hagsmunatengsl og hagsmunaárekstra við gerð klínískra leiðbeininga.

Drög að vinnureglunum hafa verið birt á vef Landlæknisembættisins. Tilgangur með vinnureglunum er að setja ramma um gott vinnulag og hvernig hægt sé að stuðla að gagnsæi og heilindum í vinnubrögðum við gerð klínískra leiðbeining. Ennfremur er tilgangur þeirra að fyrirbyggja hagsmunaárekstra og auka trúverðugleika.

Reglurnar segja fyrir um við hvaða aðstæður þurfi að upplýsa um hagsmuni sem geta valdið árekstrum við gerð klínískra leiðbeininga.

Vinnureglurnar eru unnar af stýrihópum um klínískar leiðbeiningar hjá Landlæknisembættinu og Landspítala.

Sjá vef LandlæknisTil baka Senda grein