Fréttir

Eykur notkun á glargíninsúlíni áhættu á krabbameini?

8.7.2009

Lyfjastofnun Evrópu, EMEA, hefur nú til skoðunar nýbirtar upplýsingar úr fjórum rannsóknum þar sem greint er frá mögulegum tengslum milli notkunar á glargíninsúlíni og áhættu á krabbameini.

Glargíninsúlín er langvirk insúlínhliðstæða sem notuð er til meðferðar á sykursýki hjá börnum og fullorðnum þegar þörf er á insúlínmeðferð. Á Íslandi er eitt lyf með markaðsleyfi sem inniheldur glargíninsúlín, Lantus.

Á grundvelli fyrirliggjandi gagna er hvorki hægt að staðfesta né útiloka að tengsl séu milli krabbameinstilfella og notkunar á þessum lyfjum en ástæða þykir til að kanna þetta nánar.

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) mun meta rannsóknarniðurstöðurnar ásamt öðrum fyrirliggjandi gögnum.

Markaðsleyfishafi lyfja sem innihalda glargíninsúlín hefur verið beðinn um álit sitt á þessari mögulegu áhættu.

Sjúklingum, sem nota lyf sem innihalda glargíninsúlín, er ráðlagt að halda áfram óbreyttri meðferð. Á þessu stigi er engin ástæða er til að breyta meðferð en ef vandamál koma upp ættu þeir að bera þau upp við sinn lækni.

Fréttatilkynning EMEATil baka Senda grein