Fréttir

Ný lyf á markað 1. ágúst 2009

4.8.2009

Ný lyf

Lanser sýruþolin hylki, hörð 30 mg. Virka efnið er lansóprazól. Það er s.k. prótónpumpuhemill sem dregur úr sýruframleiðslu í maganum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

OxyNorm stungulyf, lausn 10 mg/ml. OxyNorm inniheldur oxýkódon sem er sterkt verkjalyf í flokki ópíóíða. Lyfið er lyfseðilsskylt og eftirritunarskylt.

Venlafaxin Actavis forðahylki, hörð 37,5 mg, 75 mg og 150 mg. Venlafaxin er þunglyndislyf og tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru serótónín og noradrenalín endurupptöku hemlar (SNRI). Lyf í þessum flokki eru notuð til meðhöndlunar á þunglyndi og fleiri einkennum t.d. kvíðaröskunum.

Nýtt dýralyf

Rheumocam mixtúra, dreifa 1,5 mg/ml. Virka efnið, meloxicam, er bólgueyðandi og verkjastillandi (s.k. NSAID). Lyfið er ætlað hundum og er lyfseðilsskylt.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2009 er hér.Til baka Senda grein