Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu yfirfer gögn um bóluefni gegn inflúensufaraldri

12.8.2009

Vinna er hafin hjá Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) við að yfirfara gögn um bóluefni gegn H1N1 inflúensu (svínainflúensu). Þessari vinnu verður flýtt eins og kostur er og reynt að ljúka henni fyrir september n.k.

EMEA hefur veitt leyfi fyrir fjórum s.k. frumgerðarbóluefnum sem byggð eru á H5N1 stofni. Þessi bóluefni hafa verið prófuð á fleiri en 8.000 einstaklingum. Áratuga reynsla af inflúensu bóluefnum bendir til að það að skipta út H5N1 stofni fyrir H1N1 stofn breyti hvorki öryggi né virkni bóluefnanna.

Klínískar rannsóknir á H1N1 bóluefni í fólki eru þegar hafnar og munu niðurstöður þeirra liggja fyrir á næstu mánuðum.

Eins og við á um öll lyf þá uppgötvast sjaldgæfar aukaverkanir bóluefna ekki fyrr en eftir að margir einstaklingar hafa verið bólusettir. Yfirvöld og lyfjaframleiðendur munu því fylgjast náið með öryggi bóluefnanna eftir að þau eru sett á markað.

Fréttatilkynning EMEA: http://www.emea.europa.eu/pdfs/human/press/pr/46856809en.pdfTil baka Senda grein