Fréttir

CHMP leggur til að lyf sem innihalda dextropropoxyfen verði tekin af markaði

Lyfjastofnun Evrópu hefur sent frá sér fréttatilkynningu um ályktun vísindanefndar stofnunarinnar CHMP.

31.8.2009

Vísindanefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn, CHMP leggur til að öll lyf sem innihalda dextropropoxyfen verði tekin af markaði. Tillagan hefur verið send framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í því augnamiði að hún verði bindandi fyrir öll aðildarlöndin.

Dextropropoxyfen, sem er verkjalyf, hefur verið á markaði í ýmsum löndum Evrópu undanfarna fjóra áratugi. Ástæðan fyrir tillögu vísindanefndarinnar er að áhætta af notkun lyfsins, sérstaklega hætta á lífshættulegri ofskömmtun, réttlætir ekki ávinning af notkun þess og önnur og betri lyf geta komið í staðinn.

Ekkert lyf sem inniheldur dextropropoxyfen er nú með markaðsleyfi á Íslandi. Sérlyfið Abalgin sem inniheldur dextropropoxyfen, var tekið af skrá árið 2002 en hefur verið selt í litlu magni á undanþágulyfseðlum.

Sjá fréttatilkynningu EMEATil baka Senda grein