Fréttir

Upplýsingar til markaðsleyfishafa/umboðsmanna

Leiðbeiningar - Umsóknir um breytingar á forsendum markaðsleyfa landsskráðra lyfja o.fl.

2.9.2009

Á vef Lyfjastofnunar eru nýjar leiðbeiningar um ýmislegt sem varðar breytingar á forsendum markaðsleyfa landsskráðra lyfja o.fl. Lyfjastofnun berast iðulega fyrirspurnir um ýmis mál sem tengjast landsskráningum og hafa íslenskir umboðsmenn m.a. óskað eftir að Lyfjastofnun birti svör við algengum fyrirspurnum á heimasíðu sinni. Nú hefur Lyfjastofnun brugðist við þessum ábendingum með birtingu fyrrnefndra leiðbeininga og er þess vænst að þær komi að góðum notum.

Telji markaðsleyfishafar eða umboðsmenn æskilegt að upplýsingum um önnur atriði er varða landsskráningar lyfja verði bætt í skjalið má senda ábendingar þar að lútandi til lyfjastofnun@lyfjastofnun.is.

Sjá leiðbeiningarTil baka Senda grein