Fréttir

Ný lyf á markað 1. september 2009

3.9.2009

Ný lyf

Cardosin Retard forðatöflur 4 mg. Virka innihaldsefnið, doxazósín, tilheyrir flokki lyfja sem kallast alfa-blokkar. Þessi lyf víkka æðar og auðvelda hjartanu að dæla blóði í gegnum þær. Þetta hjálpar til við að lækka blóðþrýsting. Lyfið er einnig notað við góðkynja stækkun blöðruhálskirtils. Það slakar á blöðruhálskirtilsvöðvanum og dregur þannig úr þrengingu í þvagrás og auðveldar þvaglát. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ferrous Sulphate töflur 200 mg. Töflurnar innihalda járnsúlfat. Magn járns í hverri töflu er 65 mg. Lyfið er notað við járnskortsblóðleysi og fæst án lyfseðils.

Metoprolol Actavis forðatöflur 47,5 mg og 95 mg. Metóprólól er í flokki betablokka. Lyfið er m.a. notað við háþrýstingi, hjartaöng og hjartabilun. Það er lyfseðilsskylt.

Vidaza stungulyfsstofn, dreifa 25 mg/ml. Vidaza inniheldur azasitidín. Það er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum, sem eru með mergmisþroska (MDS), langvinnt mergfrumuhvítblæði (CMML) eða brátt kyrningahvítblæði (AML) og teljast ekki hæfir til beinmergsígræðslu. Einungis sérfræðingar í blóðsjúkdómum mega ávísa lyfinu og er notkun þess bundin við sjúkrastofnanir.

Nýtt lyfjaform

Valcyte mixtúruduft, lausn 50 mg/ml.

Nýir styrkleikar

Arthrotec Forte töflur, 75/0,2 mg.

Plavix filmuhúðaðar töflur, 300 mg.

Listi yfir lyf markaðssett 2009 er hér.Til baka Senda grein