Fréttir

Bóluefni við inflúensu af stofni A (H1N1)v, væntanlegt á næstunni

Framleiðandi bóluefnis við inflúensu af stofni A (H1N1)v, GlaxoSmithKline hefur staðfest að fyrsta sending bóluefnisins Pandemrix komi til landsins á næstunni.

4.9.2009

Markaðsleyfi fyrir bóluefnið verður gefið út að undangengnu mati sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu á gögnum um bóluefnið, en ekki er vitað nákvæmlega hvenær því lýkur. Lyfjaframleiðandinn GlaxoSmithKline þarf að sýna fram á, að svo miklu leyti sem slíkt er unnt, að bóluefnið uppfylli gæða- og öryggiskröfur. Matsferlinu er hraðað eins og mögulegt er og gögnin metin jafnóðum og þau liggja fyrir.

Lyfjastofnun getur, ef þörf krefur, gefið út sérstakt leyfi til notkunar lyfsins á Íslandi áður en markaðsleyfi á grundvelli sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu liggur fyrir.Til baka Senda grein