Fréttir

Relenza Diskhaler 5 mg/skammt innöndunarduft

Lyfjastofnun veitir heimild til sölu lyfsins í enskum pakkningum.

7.9.2009

Relenza er veirulyf sem fyrirhugað er að nota, eftir því sem við á, handa sjúklingum sem fá H1N1 inflúensu.

Til að tryggja nægar birgðir lyfsins hér á landi hefur Lyfjastofnun veitt heimild til innflutnings lyfsins í enskum pakkningum fyrir sóttvarnalækni.

Hverri pakkningu mun þó fylgja samþykktur fylgiseðill á íslensku. Pakkningar með íslenskri áletrun og fylgiseðli verða áfram afgreiddar frá lyfjabúðum.

Lesum_FylgisedilinnTil baka Senda grein