Fréttir

Relenza Rotacaps/Rotahaler 5 mg/hylki, innöndunarduft, afmældir skammtar

Heimild til innflutnings lyfsins í öðru lyfjaformi

15.9.2009

Relenza er veirulyf sem fyrirhugað er að nota, eftir því sem við á, handa sjúklingum sem fá H1N1 inflúensu. Hér á landi er fáanlegt lyfið Relenza Diskhaler 5 mg/skammt innöndunarduft. Til að tryggja nægar birgðir Relenza hér á landi hefur Lyfjastofnun veitt heimild til innflutnings lyfsins í öðru lyfjaformi, sem þó er einnig til innöndunar. Heimildin gildir í yfirstandandi heimsfaraldri inflúensu, samkvæmt nánar tilgreindum skilyrðum, ef Relenza Diskhaler verður ekki fáanlegt.

lesum_sedilinn_monologo_dropsh_copy

Komi til innflutnings Relenza Rotacaps/Rotahaler mun fylgja hverri pakkningu fylgiseðill á íslensku með upplýsingum um m.a. rétta notkun lyfsins.Til baka Senda grein