Fréttir

Lyfjastofnun hefur veitt leyfi fyrir bóluefni gegn heimsfaraldri inflúensu

30.9.2009

Lyfjastofnun hefur samþykkt breytingu á innihaldsefnum bóluefnisins Pandemrix frá GlaxoSmithKline Biologicals. Nýja samsetningin inniheldur mótefnavaka gegn H1N1v stofni inflúensuveiru og er ætlað fyrirbyggjandi gegn heimsfaraldri inflúensu sem nú geisar.

Pandemrix er bóluefnið sem notað verður á Íslandi skv. ákvörðun yfirvalda. Lyfjastofnun hefur því birt samþykkta íslenska samantekt á eiginleikum lyfs (upplýsingar fyrir heilbrigðisstarfsfólk) og íslenskan fylgiseðil (upplýsingar fyrir almenning) fyrir Pandemrix á vef Lyfjastofnunar www.lyfjastofnun.is/lyfjaupplysingar.

Lyfið fékk markaðsleyfi samkvæmt ferli um „undantekningartilvik“. Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) endurskoðar reglulega allar nýjar upplýsingar sem hugsanlega koma fram og uppfærir samantekt á eiginleikum lyfsins og fylgiseðil eftir því sem þörf krefur. Íslenskar þýðingar verða uppfærðar í kjölfarið.

Dreifing bóluefnisins verður í höndum sóttvarnarlæknis í samræmi við viðbúnaðaráætlun almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknis. Bóluefnið verður því ekkí í almennri dreifingu í lyfjabúðum.

Samantekt á eiginleikum lyfs

FylgiseðillTil baka Senda grein