Fréttir

Ný lyf á markað 1. október

2.10.2009

Ný lyf

Azarga augndropar, dreifa 10+5 mg/ml. Azarga inniheldur tvö virk efni, tímólól sem er beta-blokki og brinzólamíð sem er s.k. kolsýruanhýdrasahemill. Bæði efnin minnka augnþrýsting. Azarga er notað við háum augnþrýstingi (t.d. gláku) þegar einlyfjameðferð hefur ekki dugað. Það er lyfseðilsskylt.

Ísótretínóin Portfarma hylki, mjúk, 10 mg og 20 mg. Ísótretínóín er í flokki retínóíða, sem að uppbyggingu líkjast A-vítamíni. Lyfið dregur úr virkni fitukirtla í húðinni. Það er ætlað til meðhöndlunar á slæmum þrymlabólum (svo sem hnútörtum og ef hætta þykir á örmyndun) sem ekki svara hefðbundinni meðferð með sýklalyfjum og útvortis meðferð. Sérfræðingar í húðsjúkdómum mega einir ávísa lyfinu. Einungis er heimilt að ávísa 30 daga skammti handa konum á barnseignaraldri og lyfseðill fyrir þær gildir í 7 daga frá útgáfudegi.

Privigen innrennslislyf, lausn 100 mg/ml. Lyfið inniheldur immúnóglóbúlín sem hafa verið einangruð úr blóðvökva úr mönnum. Lyfið er notað til að efla ónæmiskerfið og auka þannig mótstöðu gegn sýkingum. Notkun lyfsins er bundin við sjúkrastofnanir.

Ný samhliða innflutt lyf

Comtess (Lyfjaver) filmuhúðaðar töflur, 200 mg.

Esmeron (Lyfjaver) stungulyf, lausn, 10 mg/ml.

Neurontin (Lyfjaver) hylki, hörð, 300 mg, 400 mg og 600 mg.

Nexavar (Lyfjaver) filmuhúðaðar töflur, 200 mg.

Proctosedyl (DAC) endaþarmssmyrsli.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2009 er hér.Til baka Senda grein