Fréttir

Sala sýklalyfja hefur dregist saman

Sala sýklalyfja var 10% minni fyrstu sex mánuði þessa árs en hún var fyrstu sex mánuði síðasta árs.

6.10.2009

Fyrstu sex mánuði síðastliðins árs seldust 1,5 milljónir dagskammta (DDD) sýklalyfja. Fyrstu sex mánuði þessa árs er salan 1,35 milljónir dagskammta.

Rúmur helmingur allra sýklalyfja sem seldur hefur verið er í flokki penicillína (J01C) en þar er samdrátturinn 11,6%.

Þrátt fyrir minnkandi sölu hefur kostnaður hækkað úr 226 milljónum króna í 274 milljónir króna á heildsöluverði án virðisaukaskatts eða um 21%. Samdráttur var í sölu nær allra undirflokka sýklalyfja.

Sjá töflu um sölu sýklalyfjaTil baka Senda grein