Fréttir

Oseltamivir 15 mg/ml mixtúra, lausn

12.10.2009

Oseltamivirfosfat er veirulyf sem fyrirhugað er að nota, eftir því sem við á, handa sjúklingum sem fá H1N1 inflúensu. Oseltamivirfosfat er virka efnið í Tamiflu en styrkur Tamiflu mixtúru er þó ekki hinn sami og styrkur Oseltamivir mixtúru.

Til að tryggja nægar birgðir lyfsins hér á landi hefur Lyfjastofnun veitt heimild til framleiðslu og notkunar Oseltamivir mixtúru sem framleidd verður eftir þörfum á Landspítalanum, í samræmi við sérstakar reglur þar að lútandi. Hverri pakkningu mun fylgja fylgiseðill á íslensku þar sem m.a. eru upplýsingar um skömmtun lyfsins.

Heimildin er veitt að ósk sóttvarnalæknis, á grundvelli 3. mgr. 8 gr. lyfjalaga nr. 93/1994, til að tryggja nægar birgðir lyfsins hér á landi. Oseltamivir mixtúra verður þó einungis framleidd og notuð á meðan í gildi er yfirlýsing sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra um neyðarstig viðbragðsáætlunar heimsfaraldurs inflúensu.

Fylgiseðil lyfsins má nálgast hér.

Lyfjastofnun hvetur notendur lyfja til að kynna sér vandlega upplýsingar sem fram koma í fylgiseðlum lyfjanna, enda eru þær m.a. mikilvægar fyrir rétta og örugga notkun lyfja.Til baka Senda grein