Fréttir

Góður fundur með starfsfólki lyfjabúða

14.10.2009

Lyfjastofnun hélt árlegan kynningar- og fræðslufund með starfsfólki lyfjabúða 13. október s.l. Fundurinn var haldinn á bókasafni Seltjarnarness við Eiðistorg. Fundurinn var ágætlega sóttur og fundarmenn komu víða að m.a. frá Hólmavík.

Efni fundarins var fjölbreytilegt. Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri sagði m.a. frá úttektum á Lyfjastofnun, samanburðarúttekt á vegum lyfjastofnana EES (BEMA) og úttektum Ríkisendurskoðunar. Regína Hallgrímsdóttir greindi frá niðurstöðum úr svokölluðu pappírseftirliti og kynnti niðurstöður úr könnun sem hún gerði á áhrifaþáttum á lyfjaafgreiðslur. Að lokum sagði Mímir Arnórsson frá kynningarátaki Lyfjastofnunar.

Skyggnur fyrirlesara.

Að fyrirlestrum og kaffihléi loknu voru líflegar umræður um upplýsingahlutverk lyfjabúða og viðbragðsáætlanir um mönnun lyfjabúða í inflúensufaraldri.Til baka Senda grein