Fréttir

Lyfjastofnun mun uppfæra samantekt um eiginleika lyfsins Tamiflu

15.10.2009

Í byrjun október mæltist Lyfjastofnun Evrópu til þess að samantekt um eiginleika lyfsins Tamiflu (SmPC) yrði uppfærð. Tamiflu er notað sem fyrirbyggjandi eða til meðferðar við inflúensu.

Breytingarnar lúta að meiri upplýsingum um notkun lyfsins í heimsfaraldri fyrir börn yngri en sex mánaða og leiðbeiningum fyrir lyfjafræðinga og forráðamenn barna um skömmtun og blöndum lyfsins fyrir börn yngri en eins árs.

Lyfjastofnun hefur yfirfarið íslenska þýðingu textans og verður hann formlega gefinn út þegar Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur gefið út samþykki sitt.

Nýtt SmPC fyrir Tamiflu

Sjá einnig frétt frá 16.6. 2009Til baka Senda grein