Fréttir

Aukaverkanir af völdum inflúensubóluefnis

Lyfjastofnun hvetur til þess að aukaverkanir af völdun Pandemrix verði tilkynntar til stofnunarinnar.

20.10.2009

Bólusetning við H1N1 inflúensu er hafin og verða þúsundir Íslendinga bólusettir á næstu vikum með inflúensubóluefninu Pandemrix.

Eins og öll önnur lyf getur inflúensubóluefni valdið aukaverkunum. Upplýsingar um aukaverkanir af völdum Pandemrix eru á vef Lyfjastofnunar í Lyfjaupplýsingum undir lyfjatextum (SmPC, kafli 4.8) og lyfjaupplýsingum fyrir almenning (fylgiseðill, kafli 4).

Lyfjastofnun hvetur alla sem telja sig fá aukaverkanir af völdum bóluefnisins til að tilkynna það til stofnunarinnar. Sjá: Tilkynna aukaverkun.

Allir geta tilkynnt aukaverkun.

Lyfjastofnun hvetur alla sem nota lyf til að lesa fylgiseðil lyfsins og kynna sér almennar upplýsingar um fylgiseðla.Til baka Senda grein