Fréttir

Einn eða tveir skammtar af Pandemrix við inflúensu af stofni A(H1N1)

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) staðfestir eftir endurskoðun gagna um bóluefni við inflúensu af stofni A(H1N1) að skömmtunarleiðbeiningar skuli haldast óbreyttar.

26.10.2009

Í fréttatilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu, EMEA, frá 23.10.2009 segir að nefndin hafi yfirfarið fyrirliggjandi gögn um klínískar rannsóknir á bóluefnunum þremur við inflúensu af stofni A(H1N1).

Niðurstaða nefndarinnar er að skömmtunarleiðbeiningar sem gefnar voru út í september 2009 skulu enn haldast óbreyttar þ.e. bólusetja skuli tvisvar með a.m.k. þriggja vikna millibili.

Hugsanlegt er þó að einn skammtur af bóluefnunum Pandemrix og Forcetria dugi en enn liggja ekki fyrir nægjanleg gögn til að staðfesta að svo sé.

Sjá fréttatilkynningu EMEATil baka Senda grein