Fréttir

Ný lyf á markað 1. nóvember

3.11.2009

Ný lyf

Balance kviðskilunarlausn, 1,5%, 2,3% og 4,25%. Lausnin inniheldur sykur, natríumklóríð, kalsíumklóríð, magnesíumklóríð og natríumlaktat. Balance er notað til að hreinsa blóðið gegnum lífhimnu hjá sjúklingum með langvinnan nýrnasjúkdóm. Slík blóðhreinsun er kölluð kviðskilun. Lyfið er eingöngu notað á sjúkrastofnunum eða í tengslum við þær.

Miloride mite töflur, 2,5/25 mg. Virku efnin í Miloride mite, amílóríð og hýdróklórtíazíð, eru s.k. þvagræsilyf, þ.e. lyf sem auka þvagmyndun. Hýdróklórtíazíð losar auk vökva úr líkamanum einnig sölt svo sem natríum og kalíum. Amílóríð hins vegar hindrar að of mikið kalíum og magnesíum losni úr líkamanum. Lyfið er notað til að lækka blóðþrýsting, við meðferð skertrar hjartastarfsemi og til að minnka þrota er tengist skorpulifur. Það er lyfseðilsskylt.

Multiferon stungulyf, lausn, 3 milljón a.e./0,5 ml. Multiferon inniheldur interferon alfa sem unnið er úr hvítum blóðkornum. Multiferon er notað til að meðhöndla illkynja sortuæxli og ef um er að ræða viðnám við interferoni sem framleitt er með líftæknifræðilegum aðferðum. Aðeins sérfræðingar í krabbameinslækningum og húðsjúkdómum mega ávísa lyfinu og er notkun þess bundin við sjúkrastofnanir.

Qlaira filmuhúðaðar töflur. Qlaira er kaflaskipt getnaðarvörn sem inniheldur hormónin estradíólvalerat og dienogest. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nýir styrkleikar

Prezista filmuhúðaðar töflur, 400 mg og 600 mg.

Listi yfir lyf markaðssett 2009 er hér.Til baka Senda grein