Fréttir

Lyfjastofnun gagnrýnir málflutning FÍS

6.11.2009

Lyfjastofnun mótmælir harðlega rangri túlkun Félags íslenskra stórkaupmanna á nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi stofnunarinnar, sbr. frétt félagsins sem birt var á heimasíðu þess 4. nóvember s.l.

Lyfjastofnun telur ámælisvert að félagasamtök sem vilja láta taka sig alvarlega rangtúlki skýrslu Ríkisendurskoðunar í þeim eina tilgangi að kasta rýrð á opinbera stofnun og það starfsfólk sem þar starfar.

Um frekari viðbrögð við rangfærslum í frétt Félags íslenskra stórkaupmanna vísast til Heilbrigðisráðuneytisins og Ríkisendurskoðunar.Til baka Senda grein