Fréttir

Lítið um aukaverkanir af völdum inflúensubóluefnis

15% þjóðarinnar hafa verið bólusett við inflúensu af stofni A(H1N1).

13.11.2009

Ætla má að um 50.000 Íslendingar hafi verið bólusettir við inflúensu af stofni A(H1N1). Lyfjastofnun hafa borist sjö tilkynningar um aukaverkanir sem hugsanlega geta verið af völdum Pandemrix, bóluefnisins sem notað er gegn inflúensu af þessum stofni.

Tíðni og flokkun hugsanlegra aukaverkana af völdum Pandemrix:

1,4 tilkynningar á hverja 10.000 bólusetta

Tilkynning berst frá

Einkenni Kyn Aldur Skilgreining aukaverkunar
1 almenningi

Beinverkir, aumir liðir

kk 54 Þekkt, mjög algeng
2 almenningi Ofnæmisviðbrögð kvk 63 Þekkt, mjög algeng
3 heilbrigðisstarfsmanni Ofnæmisviðbrögð, hiti, beinverkir, aumir liðir kk 48 Þekkt, alvarleg, sjúkrahúsinnlögn
4 heilbrigðisstarfsmanni Ofnæmisviðbrögð kvk 34 Þekkt, mjög algeng
5 heilbrigðisstarfsmanni Ofnæmisviðbrögð kvk 60 Þekkt, mjög algeng
6 heilbrigðisstarfsmanni Ofnæmisviðbrögð kvk 41 Þekkt, mjög algeng
7 heilbrigðisstarfsmanni Ofnæmisviðbrögð, hiti, beinverkir kvk 59 Þekkt, mjög algeng

Ofnæmisviðbrögð 6, aumir liðir 2, hiti og beinverkir 2.

Heildarfjöldi aukaverkana vegna allra lyfja sem borist hafa til Lyfjastofnunar á þessu ári er 166.

Sjá einnig um aukaverkanir

Til baka Senda grein