Fréttir

Bóluefni við inflúensu A(H1N1) - öruggt og árangursríkt

Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) sendir frá sér fréttatilkynningu um áhrif og öryggi bóluefnisins Pandemrix og að einn skammtur veiti fullnægjandi vörn í flestum tilvikum.

23.11.2009

Lyfjastofnun Evrópu (EMEA) hefur yfirfarið ný gögn um bóluefni gegn inflúensu af stofni A(H1N1) og staðfestir að mikill ávinningur sé af bólusetningu með þeim bóluefnum sem hafa fengið markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu.

Einnig kemur fram að ný gögn staðfesti að einn skammtur bóluefnisins gefi fullnægjandi vörn fyrir 10 ára og eldri. Börn yngri en 10 ára og þeir sem hafa skert ónæmi þurfi eftir sem áður tvo skammta.

Þá kemur fram að stofnunin og heilbrigðisyfirvöld aðildarlanda fylgist grannt með aukaverkunum sem tilkynntar eru og fram til þessa hafa verið tiltölulega fáar og vægar. Um 5 milljónir Evrópubúa hafa verið bólusettir.

Sjá fréttatilkynningu EMEATil baka Senda grein