Fréttir

Bólusetning við inflúensu af stofni A(N1H1) tefst

Seinkun hefur orðið á aðföngum bóluefnis til landsins.

27.11.2009

Upphaflega var gert ráð fyrir að 200.000 skammtar af bóluefni fengjust en líklega verða þeir 170.000. Tafir hafa orðið á sendingum vegna þess að framleiðslugetan er minni en áætlað var í upphafi. Næsta sending er væntanleg um miðjan desember.

Um fjórðungur þjóðarinnar hefur verið bólusettur sem er með því hæsta sem þekkist. Áætlað er að yfir 50.000 manns hafi veikst og má því áætla að um þriðjungur þjóðarinnar hafi myndað ónæmi við inflúensunni.

Faraldurinn virðist vera í rénun enda hefur tilfellum sem greinast á viku hverri fækkað undanfarnar vikur.Til baka Senda grein