Fréttir

Notkun rafrænna lyfseðla eykst stöðugt

Notkun rafrænna lyfseðla hefur tífaldast á tveimur árum

1.12.2009

Notkun rafrænna lyfseðla á Íslandi hófst með tilraunaverkefni á Húsavík árið 2001. Innleiðing á landsvísu er nú vel á veg komin.

Með rafrænum lyfseðli er átt við lyfjaávísun sem læknir sendir beint úr tölvu annað hvort í ákveðna lyfjabúð eða í svokallaða lyfseðlagátt þar sem hægt er að sækja lyfseðilinn í hvaða lyfjabúð sem er.

Mikill ávinningur er af notkun rafrænna lyfseðla s.s. minni umsýslukostnaður, aukið öryggi og fleiri möguleikar á markvissu lyfjavali. Í hverjum mánuði eru gefnar út yfir 200 þúsund lyfjaávísanir og eru rafrænar lyfjaávísanir um þriðjungur þeirra.

Sjá myndTil baka Senda grein