Fréttir

Ný lyf á markað 1. desember

2.12.2009

Ný lyf

Efient filmuhúðuð tafla, 5 mg og 10 mg. Virka efnið er prasugrel. Efient hindrar samloðun blóðflagna og minnkar líkur á segamyndun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Grepid filmuhúðuð tafla, 75 mg. Virka efnið er klópídógrel. Með því að hindra myndun blóðsega í kölkuðum æðum, dregur klópídógrel úr líkum á æðastíflu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Synflorix stungulyf, dreifa. Synflorix er samtengt pneumókokkabóluefni. Það er ætlað ungbörnum til varnar bakteríu sem kallast Streptococcus pneumoniae. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Tredaptive tafla með breyttan losunarhraða, 1000 mg/20 mg. Það inniheldur tvö mismunandi, virk efni: nikótínsýru, lyf sem notað er við blóðfitutruflun og larópíprant sem dregur úr einkennum roða, sem er algeng aukaverkun nikótínsýru. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Trimezol tafla, 480 mg. Lyfið inniheldur trimetóprim 80 mg og súlfametoxazól 400 mg. Það er sýklalyf. Skráning Trimezol er tímabundin, eða þar til Co-trimoxazol, sem inniheldur sömu virku efni, verður fáanlegt á ný. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Venlafaxin Ranbaxy forðahylki, hart, 75 mg. Venlafaxin er þunglyndislyf sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast serótónín- og noradrenalín-endurupptökuhemlar. Það er notað við þunglyndi, kvíða, félagsfælni og felmtursröskun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Vimpat filmuhúðuð tafla, 50 mg, 100 mg, 150 mg og 200 mg. Virka efnið í Vimpat nefnist lakósamíð og er flogaveikilyf. Vimpat er notað fyrir þá gerð flogaveiki þar sem flogaköstin hafa í upphafi aðeins áhrif á annan hluta heilans en geta seinna farið yfir stærra svæði í báðum hlutum heilans (hlutaflog með eða án síðkominna alfloga). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ný samhliða innflutt lyf

Abilify (Lyfjaver) tafla, 5 mg.

Canesten (DAC) krem, 1%.

Canesten (DAC) skeiðarstíll, 500 mg.

Celebra (Lyfjaver) hylki, hart, 100 mg og 200 mg.

Celebrex (DAC) hylki, hart, 200 mg.

Cellcept (DAC) tafla, 500 mg.

Cialis (Lyfjaver) filmuhúðuð tafla, 20 mg.

Circardin (DAC) forðatafla, 2 mg.

Daivonex (DAC) krem, 50 míkróg/g.

Durogesic (DAC) forðaplástur, 12 míkróg/klst.

Femar (Lyfjaver) filmuhúðuð tafla, 2,5 mg.

Fungoral (DAC) hársápa, 20 mg/ml.

IntronA (DAC) stungulyf, lausn, 18.000.000 a.e., 30.000.000 a.e. og 60.000.000 a.e.

Livostin (DAC) augndropar, dreifa, 0,5 mg/ml.

Lyrica (Lyfjaver) hylki, hart, 300 mg.

Pevaryl (DAC) krem, 10 mg/g.

Puregon (Lyfjaver) stungulyf, lausn, 900 a.e.

Solian (Lyfjaver) tafla, 50 mg og 200 mg.

Vesicare (Lyfjaver) tafla, 5 mg og 10 mg.

Viagra (DAC) filmuhúðuð tafla, 25 mg og 50 mg.

Viagra (Lyfjaver) tafla, 100 mg.

 

Nýr styrkleiki

Metoprolol Actavis forðatafla, 23,75 mg.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2009 er hér.Til baka Senda grein