Fréttir

Ný lyfjabúð - Apótekarinn Akranesi

Ný lyfjabúð opnar í verslanamiðstöðinni að Dalbraut 1 á Akranesi

4.12.2009

Apótekarinn Akranesi er ný lyfjabúð sem hefur starfsemi sína í dag, 4. desember 2009. Lyfsöluleyfishafi er Haraldur Ágúst Sigurðsson, lyfjafræðingur og rekstrarleyfishafi er Lyf og heilsa hf.

Lyfjabúðin er opin mánudaga til föstudaga kl. 9-18.

Jafnhliða veitingu lyfsöluleyfis fyrir Apótekarann Akranesi fellur niður lyfsöluleyfi Haraldar fyrir lyfjabúðina Lyf og heilsu Akranesi.Til baka Senda grein