Fréttir

Skráning aukaverkana sem hugsanlega tengjast bóluefni gegn inflúensu (A(H1N1)

75.500 skammtar af Pandemrix, bóluefni við inflúensu af stofni A(H1N1) hafa verið notaðir.

4.12.2009

Lyfjastofnun hafa borist 27 tilkynningar um aukaverkanir sem hugsanlega tengjast bóluefninu Pandemrix (sjá töflu) frá því bólusetning með því hófst í október s.l. sem svara til 3,6 tilkynninga fyrir hverja 10 þúsund bólusetta. Þetta er svipað hlutfall og í Evrópu.

Lyfjastofnun Evrópu, EMEA, sendi út fréttatilkynningu 20. nóvember s.l. þar sem lögð var áhersla á öryggi bóluefnanna sem fengið hafa markaðsleyfi og að bólusetning væri besta vörnin gegn sjúkdómnum.

Áætlað er að 10 milljónir hafi verið bólusettar á Evrópska efnahagssvæðinu. Tilkynningar sem borist hafa í evrópska gagnagrunninn fyrir aukaverkanir, EudraVigilance, vegna bóluefnanna þriggja eru tæplega 4 þúsund.Til baka Senda grein