Fréttir

Stjórnvaldsákvarðanir birtar á vef Lyfjastofnunar

Framvegis mun Lyfjastofnun birta niðurstöður stjórnvaldsákvarðana, niðurstöður stjórnsýslukæra til heilbrigðisráðuneytis og dóma sem að stofnuninni snúa á vefsíðu sinni.

9.12.2009

Lyfjastofnun hefur eftirlit með því hvort farið sé að lyfjalögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra.

Til að auka gagnsæi starfsemi stofnunarinnar mun Lyfjastofnun framvegis birta á vefsíðu sinni niðurstöður stjórnvaldsákvarðana s.s. bann við lyfjaauglýsingum og áminningar sem stofnunin veitir, niðurstöður stjórnsýslukæra til heilbrigðisráðuneytis og dóma sem að stofnuninni snúa.

Einnig mun Lyfjastofnun framvegis birta útgáfu leyfisbréfa s.s. fyrir lyfsöluleyfi, rekstrarleyfi lyfjabúða, framleiðsluleyfi fyrir lyfjaframleiðslu og leyfi fyrir innflutning og heildsöludreifingu lyfja.

Að auki verða innkallanir lyfja af markaði birtar á vefsíðu stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is

Stutt yfirlit í formi frétta verður einnig á enska hlut síðunnar www.ima.isTil baka Senda grein