Fréttir

Skipulagsbreytingar á Lyfjastofnun Evrópu (EMEA)

Aðeins einu sinni áður í 15 ára sögu EMEA hafa verið gerðar meiriháttar skiplagsbreytingar á stofnuninni.

11.12.2009

Lyfjastofnun Evrópu sendi frá sér fréttatilkynningu í október sl. þar sem kynnt var að fyrir lok þessa árs yrðu gerða skiplagsbreytingar á stofnuninni. Aðeins einu sinni áður í 15 ára sögu stofnunarinnar hafa verið gerðar svo viðamiklar skiplagsbreytingar.

Meðal þess sem breytist er að mat á gögnum lyfja fyrir menn, fyrir og eftir veitingu markaðsleyfis, verður framvegis á einu sviði.

Stofnað verður nýtt svið um neytendavernd sem ætlað er að styrkja öryggishlutverk stofnunarinnar um notkun lyfja.

Auk þess verður komið á sérstökum vinnuhópi til þess að auka skilvirkni í gagnastýringu og ferlum innan stofnunarinnar.

Stofnunin fær nýtt skipurit, nýtt merki, ný vefsíða verður opnuð innan skamms og vefslóð og netföng munu einnig breytast.Til baka Senda grein