Fréttir

Lyfjastofnun veitir undanþágu til sölu á Gabapentin Mylan

Undanþágan er veitt vegna fyrirsjáanlegs skorts á sambærilegum lyfjum.

14.12.2009

Gabapentin Mylan tekur við af Gabapentin Merck NM og Gabapentin NM Pharma. Upplýsingar um breytt heiti og norræn vörunúmer munu birtast í lyfjaverðskrá 1. janúar 2010.

Samkvæmt upplýsingum sem Lyfjastofnun hefur fengið er ljóst að ekki verða til nægar birgðir af sambærilegum lyfjum út þetta ár. Á þeim forsendum hefur Lyfjastofnun nú heimilað sölu á Gabapentin Mylan fram að birtingu í lyfjaverðskrá 1. janúar 2010.



Til baka Senda grein