Fréttir

Ný lyf á markað 1. janúar

5.1.2010

Ný lyf

Ganfort augndropar, lausn, 0,3+5 mg/ml. Lyfið inniheldur tvö virk efni, bímatóprost og tímólól, sem bæði draga úr hækkuðum þrýstingi í auganu. Bímatóprost tilheyrir flokki lyfja sem nefnist prostamíð. Timólól er s.k. beta‑blokki. Lyfið er notað til að draga úr hækkuðum augnþrýstingi þegar meðferð með einu lyfi nægir ekki. Það er lyfseðilsskylt.

Valaciclovir Actavis filmuhúðuð tafla, 500 mg. Valacíclóvír er veirulyf. Það er m.a. notað við herpes-sýkingum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Valdoxan filmuhúðuð tafla, 25 mg. Valdoxan inniheldur agómelatín og er notað við alvarlegu þunglyndi hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nýtt lyfjaform

Abilify stungulyf, lausn, 7,5 mg/ml.

Nýir styrkleikar

Arcoxia filmuhúðuð tafla, 30 mg.

Reyataz hylki, hart, 300 mg.

Strattera hylki, hart, 80 mg.

Temodal hylki, hart, 140 mg og 180 mg.

Venlafaxin Ranbaxy forðahylki, hart, 150 mg.

Listi yfir lyf markaðssett 2010 er hér.Til baka Senda grein