Fréttir

Afskráning lyfja - niðurfelling markaðsleyfa

Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar og Jóhann M. Lenharðsson sviðsstjóri skráningarsviðs Lyfjastofnunar skrifa grein í Læknablaðið.

11.1.2010

Í grein sem Rannveig Gunnarsdóttir forstjóri Lyfjastofnunar og Jóhann M. Lenharðsson sviðsstjóri skráningarsviðs Lyfjastofnunar skrifa í nýjasta hefti Læknablaðsins skýra þau orsök afskráninga eða niðurfellingu markaðsleyfa lyfja.

Í greininni kemur m.a. fram að markaðsleyfishafi hafi fumkvæði að afskráningu í langflestum tilvikum og oftast sé það af fjárhagslegum ástæðum. Lyfjastofnun stjórnar ekki afskráningum lyfja, heldur beitir stofnunin sér gegn þeim eftir því sem mögulegt er.

Upplýsingar um afskráningar lyfja er að finna á vef Lyfjastofnunar og eru þær uppfærðar  mánaðarlega. Einnig var samantekt um þetta efni birt á vef Lyfjastofnunar í ársbyrjun 2009.

 Til baka Senda grein