Fréttir

Heilbrigðisyfirvöld víða um heim vara við fölsuðu megrunarlyfi

Lyfja- og matvælastofnun Bandaríkjanna (FDA) hefur sent frá sér viðvörun um að netverslanir hafi selt fölsuð Alli® hylki. Lyfjastofnanir í Evrópu taka undir þessa viðvörun.

26.1.2010

Alli® er megrunarlyf sem hefur markaðsleyfi í Bandaríkjunum og á Evrópska efnahagssvæðinu. Virka innihaldsefni þess er orlístat en í fölsuðu útgáfunni er hins vegar að finna misstóra skammta af megrunarlyfinu síbútramín sem er virka efnið í lyfinu Reductil®.

Alli® er selt í Bandaríkjunum, á Bretlandi og víðar án lyfseðils.

Rannsóknir FDA sýndu að allt að þrefaldur ráðlagður dagskammtur af síbútramíni gat verið í fölsuðu Alli® hylkjunum sem jafngildir tvöföldum hámarks dagskammti.

Markaðsleyfi fyrir Reductil® hefur verið innkallað tímabundið vegna gruns um aukna hættu á hjarta- og æðasjúkdómum. (Sjá frétt 22.1.2010)

Lyfjastofnun varar fólk við kaupum á lyfjum í netverslunum. Samkvæmt íslenskum lögum er netverslun með lyf óheimil enda án eftirlits heilbrigðisyfirvalda.

Alli® hylki fengu markaðsleyfi á Íslandi í mars sl. en hafa ekki verið markaðssett.

Fréttatilkynning FDA

Fréttatilkynning bresku lyfjastofnunarinnar MHRA

Fréttatilkynning dönsku lyfjastofnunarinnarTil baka Senda grein