Fréttir

Ný lyf á markað 1. febrúar

2.2.2010

Ný lyf

Pramipexole Portfarma tafla, 0,088 mg, 0,18 mg og 0,7 mg. Pramipexól örvar dópamínviðtaka í heilanum. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á einkennum Parkinsons-veiki. Það má nota eitt sér eða samhliða levódópa. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Simponi stungulyf, lausn, 50 mg. Simponi inniheldur virka efnið golimumab. Það er í flokki lyfja sem kallast TNF-hemlar. Lyfið hamlar verkun próteinsins „tumor necrosis factor alpha“ (TNF-α). Þetta prótein tekur þátt í bólguferli líkamans og hömlun þess getur dregið úr bólgu í líkamanum. Lyfið er notað við bólgusjúkdómunum iktsýki, sóraliðagigt og hryggikt. Einungis sérfræðingar í gigtarlækningum mega ávísa lyfinu og er notkun þess bundin við sjúkrastofnanir.

Zypadhera stungulyfsstofn og leysir, dreifa, 210 mg, 300 mg og 405 mg. Virka efnið í Zypadhera er ólanzapín og tilheyrir lyfjaflokki sem nefnist geðrofslyf. Lyfið er notað til að meðhöndla geðklofa. Það er lyfseðilsskylt.

Nýtt samhliða innflutt lyf

Topamac (DAC) filmuhúðuð tafla, 50 mg.

Nýtt lyfjaform

Sifrol forðatafla, 0,26 mg, 0,52 mg og 2,1 mg.

Nýir styrkleikar

Atacand Plus tafla, 32 mg/12,5 mg og 32 mg/25 mg.

Miloride tafla, 5 mg/50 mg. 

Nýtt dýralyf

Eficur vet. stungulyf, dreifa, 50 mg/ml. Eficur vet. inniheldur sýklalyfið ceftíófúr sem er cefalóspórín af þriðju kynslóð. Það er notað við ákveðnum bakteríusýkingum í nautgripum og svínum og skal notkun þess grundvallast á næmisprófi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

 

Listi yfir lyf markaðssett 2010 er hér.Til baka Senda grein