Fréttir

Tilkynningar aukaverkana lyfja 2009

Mikil fjölgun hefur orðið á tilkynningum um aukaverkanir lyfja.

2.2.2010

Á árinu 2009 bárust 203 tilkynningar um aukaverkanir til Lyfjastofnunar en 92 á árinu 2008. Fjölgunin liggur fyrst og fremst í því að árið 2009 bárust 33 tilkynningar frá lyfjafræðingum en aðeins 6 á árinu 2008, 34 tilkynningar bárust frá almenningi en þrjár árið 2008 og 29 tilkynningar bárust af völdum Pandemrix, bóluefnis við inflúensu af stofni A(H1N1).

Tilkynningar aukaverkana 2009

Til baka Senda grein