Fréttir

Ný lyf á markað 1. mars

3.3.2010

Ný lyf

Acetylcystein Mylan freyðitafla, 200 mg. Acetýlcysteín er slímþynnandi. Lyfið er ætlað til meðhöndlunar á langvinnri berkjubólgu. Það er lyfseðilsskylt.

Addex-Magnesium innrennslisþykkni, lausn, 1 mmól/ml. Lyfið er notað við magnesíumskorti og sem viðbót í næringarlausnir sem gefnar eru í æð. Notkun þess er bundin við sjúkrastofnanir.

Indometacin Actavis hylki, hart, 25 mg og 50 mg. Indómetacín er bólgueyðandi og verkjastillandi lyf. Það er lyfseðilsskylt.

Iressa filmuhúðuð tafla, 250 mg. Iressa inniheldur virka efnið gefitinib. Það hindrar prótein sem kallast viðtaki húðþekjuvaxtarþáttar (epidermal growth factor receptor [EGFR]). Þetta prótein tekur þátt í vexti og útbreiðslu krabbameinsfrumna. Lyfið er notað til meðferðar hjá fullorðnum við lungnakrabbameini sem ekki er af smáfrumugerð. Einungis sérfræðingar í krabbameinslækningum mega ávísa lyfinu og notkun þess er bundin við sjúkrastofnanir.

Latanóprost Portfarma augndropar, lausn, 50 míkróg/ml. Latanóprost tilheyrir flokki lyfja sem kallast prostaglandín hliðstæður. Lyfið eykur útflæði augnvökva í blóðið. Það er notað við gleiðhornsgláku og hækkuðum þrýstingi í auga. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Nicorette Invisi forðaplástur, 10 mg/16 klst, 15 mg/16 klst og 25 mg/16 klst. Lyfið inniheldur nikótín og er notað sem hjálpartæki til að hætta að reykja. Það dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum. Lyfið fæst án lyfseðils.

Onbrez Breezhaler innöndunarduft, hart hylki, 150 míkróg og 300 míkróg. Virka efnið, indacateról, er berkjuvíkkandi og ætlað til viðhaldsmeðferðar vegna skerts loftflæðis hjá fullorðnum með langvinna lungnateppu (COPD). Lyfið er lyfseðilsskylt.

Taflotan augndropar, lausn, 15 míkróg/ml. Taflotan inniheldur taflúprost og tilheyrir flokki lyfja sem kallast prostaglandín hliðstæður. Lyfið eykur útflæði augnvökva í blóðið. Það er notað við gleiðhornsgláku og hækkuðum þrýstingi í auga. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Zebinix tafla, 800 mg. Virka innihaldsefnið er eslicarbazepín. Lyfið er flogalyf og ætlað sem víðbótarmeðferð hjá fullorðnum með staðbundin hlutaflog, með eða án síðkominna krampaalfloga. Það er lyfseðilsskylt.

Nýtt lyfjaform

Trimetoprim Meda tafla, 100 mg og 160 mg.

Listi yfir lyf markaðssett 2010 er hér.


Til baka Senda grein