Fréttir

Breyting á lyfjaútibúi á Höfn í Hornafirði

4.3.2010

Rekstur lyfjaútibús á Höfn í Hornafirði breyttist úr flokki tvö í flokk eitt 1. mars sl. Lyfjaútibúið er rekið frá Lyfju Egilsstöðum.

Helsti munur á lyfjaútibúi í flokki eitt og tvö er sá að í lyfjaútibúi í flokki eitt starfar lyfjafræðingur.

Breyting þessi gerir það að verkum að afgreiðsla á lyfseðlum og upplýsingagjöf um lyf getur farið fram á staðnum og þarf því ekki lengur að fara gegnum móðurapótekið, þ.e. Lyfju Egilsstöðum.Til baka Senda grein