Fréttir

Aukið vinnuálag hjá Lyfjastofnun

Áframhaldandi fjölgun og aukið umfang verkefna - aldrei fleiri verkefni afgreidd

5.3.2010

Þrátt fyrir aukin afköst hefur stofnuninni ekki tekist að viðhalda góðum árangri við að afgreiða verkefni innan tilskyldra tímamarka. Ástæður eru þær að fleiri og flóknari verkefni hafa borist og ekki hefur verið unnt að bregðast við með fjölgun starfsfólks, þar sem húsnæðisþrengsli hafa ekki leyft slíkt. Nú er lausn á húsnæðisvanda stofnunarinnar í sjónmáli og gert ráð fyrir að stofnunin flytji í nýtt húsnæði um mitt ár.

Enn aukið vinnuálag hjá LyfjastofnunTil baka Senda grein