Fréttir

Lyfjastofnun bannar lyfjaauglýsingu Rima Apóteks

Meðal hlutverka Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með lyfjaauglýsingum og sjá til þess að kynning og dreifing lyfja sé í samræmi við gildandi lög og reglur, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. lyfjalaga nr. 93/1994.

9.3.2010

Í fyrirsögn auglýsingarinnar kemur fram: „Ertu með flensu... ...eða kvef?“ og boðin eru afsláttarkjör á lausasölulyfjunum Voltaren Dolo, Ortivin og Strepsils.

Lyfjabúðum er heimilt að auglýsa verð lausasölulyfja en Lyfjastofnun lítur svo á að ekki sé að finna heimild í lyfjalögum fyrir frekari kynningu lyfjabúða á lyfjum. Heimild til slíkra kynninga hafi aðeins markaðsleyfishafar, framleiðendur, umboðsmenn eða heildsalar lyfja.

Auglýsingin felur í sér brot gegn 2. mgr. 16. gr. lyfjalaga nr. 93/1994.

Lyfjastofnun getur bannað og/eða látið afturkalla tilteknar auglýsingar sem gefa rangar eða ófullnægjandi upplýsingar um lyf auk þess sem stofnunin getur krafist þess að auglýsandi sendi út leiðréttingar eða viðbótarskýringar á sambærilegan hátt, sbr. 1. mgr. 18. gr. lyfjalaga og 2. mgr. 22. gr. reglugerðar nr. 328/1995 um lyfjaauglýsingar.

Lyfjastofnun bannaði frekari birtingu auglýsingarinnar hvað varðar þau atriði sem brotið er gegn með vísan til 1. mgr. 18. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, sbr. 2 mgr. 22. gr. reglugerðar nr. 328/1995 um lyfjaauglýsingar.Til baka Senda grein