Fréttir

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) leggur til innköllun á lyfjum sem innihalda clopidogrel. Ekkert lyfjanna er á markaði hérlendis

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hefur farið fram á að allar lotur af lyfjum sem innihalda virka efnið clopidogrel, átta talsins, og framleitt er af Glochem Industries L

26.3.2010

Öll átta lyfin eru miðlægt skráð samheitalyf og markaðsleyfishafi allra þeirra er Acino Pharma GmbH.

Clopidogrel hindrar samloðun blóðflagna og er notað hjá sjúklingum sem nýlega hafa fengið hjartaáfall eða fengið bráða hjartasjúkdóma.

Við skoðun á verksmiðju Glochem Industries Ltd í Visakhapatnam á Indlandi kom í ljós að hún stóðst ekki kröfur um góða framleiðsluhætti (GMP) sem vakti efasemdir um gæði lyfjaefnisins.

Ekkert þessara lyfja er á íslenskum markaði.

Til baka Senda grein