Fréttir

Lyfjastofnun með erindi hjá Dýralæknafélagi Íslands

26.3.2010

Dýralæknafélag Íslands bauð Lyfjastofnun að halda erindi á fræðsludegi félagsins sem haldinn var 20. mars sl., í tengslum við aðalfund félagsins. Jóhann M. Lenharðsson, sviðsstjóri Skráningarsviðs Lyfjastofnunar fór m.a. yfir helstu atriði í löggjöf um dýralyf og var áhersla lögð á ákvæði sem gilda um undanþágulyf handa dýrum. Einnig kynnti hann störf vinnuhóps Lyfjastofnunar og Matvælastofnunar um dýralyf. Dagbjört Sigvaldadóttir og Hjalti Kristinsson, starfsmenn Lyfjastofnunar, sátu einnig fundinn og tóku þátt í umræðum. Fræðsludagurinn var vel sóttur og spunnust áhugaverðar umræður um mörg mál.

Kynningu Jóhanns má nálgast hérTil baka Senda grein