Fréttir

Ótímabundin endurnýjun markaðsleyfis staðfest

Tilskipun Evrópusambandsins nr. 2004/27 tekin upp í EES-samninginn

14.4.2010

Lyfjastofnun vekur athygli á að tilskipun Evrópusambandsins nr. 2004/27, sem kveður á um ótímabundna endurnýjun markaðsleyfa lyfja, hefur verið tekin upp í EES-samninginn.

Á undanförnum árum hafa íslensk markaðsleyfi landsskráðra lyfja verið endurnýjuð til 5 ára. Legið hefur fyrir að þegar framangreind tilskipun yrði tekin upp í EES-samninginn myndi Lyfjastofnun tilkynna markaðsleyfishöfum um það hvort og þá hvaða lyf myndu fá ótímabundna endurnýjun.

Tilkynningar um framangreint hafa verið sendar markaðsleyfishöfum/umboðsmönnum.Til baka Senda grein