Fréttir

Lyfjastofnun bannar útvarpsauglýsingu Artasan ehf. á Nicotinell

Meðal hlutverka Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með lyfjaauglýsingum og sjá til þess að kynning og dreifing lyfja sé í samræmi við gildandi lög og reglur, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. lyfjalaga nr. 93/1994.

14.4.2010

Nicotinell lyfjaauglýsing Artasan ehf. sem flutt var í útvarpi í desember 2009 veitti ekki upplýsingar um heiti virkra innihaldsefna, rétta notkun lyfsins, þ.m.t. um notkunarsvið, mikilvægar varrúðarreglur, aðvaranir og skömmtun, ásamt því að í henni var ekki að finna skýra, auðlæsilega hvatningu til að lesa vandlega leiðbeiningar í fylgiseðli eða á ytri umbúðum lyfsins eftir því sem við á.

Lyfjastofnun bannaði auglýsinguna þar sem hún braut gegn 3. mgr. 16. gr. lyfjalaga og 1. mgr. 3. gr. og 7. gr. reglugerðar nr. 328/1995. Lyfjastofnun bannaði frekari spilun umræddrar auglýsingar hvað varðar þau atriði sem brotið var gegn með vísan til 18. gr., sbr. 47. gr. lyfjalaga.Til baka Senda grein