Fréttir

Lyfjastofnun bannar auglýsingu Vistor hf. um verðbreytingu á Nicorette lyfjum

Meðal hlutverka Lyfjastofnunar er að hafa eftirlit með lyfjaauglýsingum og sjá til þess að kynning og dreifing lyfja sé í samræmi við gildandi lög og reglur, sbr. 8. tölul. 1. mgr. 3. gr. lyfjalaga nr. 93/1994.

14.4.2010

Auglýsing Vistor hf. var birt á prenti, í netmiðlum og í útvarpi.

Markaðsleyfishafi lyfs eða umboðsmaður hans hefur ekki heimild til að auglýsa lægra verð/verðbreytingar á lausasölulyfjum. Verðlagning lausasölulyfja í smásölu er frjáls og í höndum lyfjabúða, sbr. 2. mgr. 16. gr. lyfjalaga.

Lyfjastofnun bannaði áframhaldandi birtingu/lestur umræddra auglýsinga með vísan til 1. mgr. 18. gr. lyfjalaga nr. 93/1994, sbr. 2. mgr. 22. gr. reglugerðar nr. 328/1995. Lyfjastofnun fór einnig fram á að auglýsingar sem birtar höfðu verið í lyfjabúðum og auglýsingastöndum yrðu afturkallaðar fyrir 22. apríl 2010 með vísan til 18. gr. lyfjalaga og 2. mgr. 22. gr. reglugerðar nr. 328/1995 um lyfjaauglýsingar.Til baka Senda grein